Monday, May 28, 2007

"Boltamenn" á Akranesi

Monday, May 14, 2007

Laugardaginn 12. maí opnaði Sigurþór Jakobsson málverkasýninguna "Boltamenn" í Kirkjuhvoli á Akranesi.

Þetta er 9. einkasýning Sigurþórs.

Myndverkin eru að miklu leyti unnin út frá endurminningum listamannsins úr æsku og sýna hvernig löngu liðnir leikir, menn og atvik birtast honum nú. Einnig er um að ræða hans eigin leik á léreftinu, vangaveltur um leik mannsins á vettvangi lífsins hvort sem hann snýst um boltann eða önnur viðfangsefni. Við tökum öll þátt í lífsins leik og honum er ekki lokið fyrr en við erum öll. Þar sem hreyfing er þar er líf; hreyfing mannsins, hreyfing boltans, hreyfing hugans, hreyfing alls sem lifir.

Í minni myndunum birtast hugleiðingar Sigurþórs um landslagsformið; hann nefnir það "boltalandslag". Þar lætur hann sjóndeildarhringinn skipta verkinu í tvo hluta en teflir fram litlum boltamönnum í stað íslenskra fjalla, hefðbundnu myndefni gömlu málaranna.

The End